Ferjan Baldur: skildi flutningabíla eftir á þriðjudaginn

Flutningabílarnir eru stórir og öflugir. Mynd: aksturogkofun.

Flutningabílar frá Akstri og köfun ehf fengu ekki pláss í Breiðafjarðaferjuna Baldur síðastliðinn þriðjudag og voru skildir eftir þegar ferja sigldi frá Stykkishólmi til Brjánslækjar. Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri sagði að bílarnir hefðu verið búnir að bíða drjúga stund, en þeir voru á leiðinni vestur með umbúðir. Þegar kom að því að lesta ferjuna kom í ljós að þeir fengu ekki pláss. Fyrirtækið Hringrás var þá að flytja gröfur  og bíla til Patreksfjarðar og hafði bókað pláss. Það gerði það að verkum að ekki var pláss fyrir nema einn flutningabíl en að jafnaði komast 6 flutningabílar í hverja ferð.

Gísli sagðist hafa vilja fá aukaferð ekki ekki var orðið við því.

Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða sem reka Baldur sagði í samtali við Bæjarins besta að þetta hafi greinilega verið klaufaskapur í þessu tilviki, en pantað hafi verið fyrir Hringrás í þessa ferð og því voru fleiri sem vildu far en hægt var að flytja í einni ferð. Vonaðist hann til þess að sambærilegt atvik kæmi ekki fyrir aftur.

Ferðjan siglir 8 ferðir í viku, eins ferð fjóra daga og tvær ferðir á dag tvo daga vikunnar. Á laugardögum er engin ferð. Gunnlaugur segist frekar tekja að fjölga eigi ferðum á viku en að fá stærri ferju. Hann telur að 10 – 11 ferðir á viku myndi duga til þess að sinna eftirspurninni. „Akstur og köfun ehf er okkar stærsti og besti kúnni“ segir Gunnlaugur. Í síðasta mánuði fóru 120 flutningabílar með ferjunni eða að jafnaði 1,5 bilar í hverri ferð.

Gísli Ásgeirsson segir að Akstur og köfun sé með 19 – 20 bíla í rekstri  og verði það fram í febrúar. Það sé vegna mikillar slátrunar á laxeldisfyrirtækjunum. Með hverjum bíl er flutt 20 – 22 tonn af laxi suður til útflutnings.

Vegagerðin greiðir 800-900 þúsund krónur fyrir hverja ferð sem Baldur fer yfir Breiðafjörðinn yfir vetrarmánuðina og sagðist Gunnlaugur ekki sjá að grundvöllur væri fyrir rekstrinum á ríkisstyrksins. Væri ferpum fjölgað um þrjár á viku myndi það kosta 2,4 m.kr. í aukinn styrk.

ath fréttin uppfærð kl 14:28:

Gunnlaugur áréttaði sérstaklega að Sæferðir hefðu boðist til að fara aukaferð strax þriðjudagsnóttina og einnig boðið fram að fara aukaferð á miðvikudeginum, en hvorugt hefði hentað viðskiptavinunum.

 

DEILA