Drangsnes: frá landbúnaði í ferðaþjónustu

Horft yfir Bjarnarfjörð.

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps ákvað á fundi sínum í lok október að breyta aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030 og setja nýtt deiliskipulag í landi Hvamms í Bjarnarfirði í samræmi við ákvæði skipulagslaga.

Um er að ræða skipulagssvæði nyrst á jörðinni við Bjarnarfjarðará í námunda við fyrra brúarstæði og felst aðalskipulagsbreytingin í breytingu á landnotkun þar sem gert er ráð fyrir frístundabyggð og ferðaþjónustu á svæði sem er skilgreint landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi.

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir fimm frístundalóðum, einni stórri lóð fyrir fyrir ferðaþjónustu og einni íbúðarhúsalóð.

Frestur til þess að gera athugasemdir er liðinn og verður tillagan nú tekin til lokaafgreiðslu.

DEILA