Bíldudalur: tillaga að snjóflóðavörnum í umhverfismat

Fyrirhugaðir varnargarðar teiknaður inn á mynd af Bíldudal. Mynd: Verkís.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur samþykkt samhljóða að óska eftir því við Ofanflóðanefnd að um leið og skýrsla um frumathugun annars áfanga ofanflóðavarna á Bíldudal liggi fyrir fari tillögurnar í mat á umhverfisáhrifum. Um er að ræða varnir fyrir flóðum úr Stekkjargili/Gilsbakkagili og Milligili

Frumathugunin var kynnt á íbúafundi í Baldurshaga 11. júní 2020. Samkvæmt frumathuguninni er gert ráð fyrir þvergörðum og grindum fyrir ofan byggðina, en áætlað er að þvergarðarnir verði frá 4m upp í 14 m á hæð og munu geta tekið við aurskriðum, grjóti, snjó og krapaflóðum. Markmið uppbyggingu ofanflóðavarnanna er að tryggja betur öryggi íbúa gagnvart ofanflóðum.

DEILA