Kirkjan: Októbermánuður verður öðruvísi

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, ritaði í fyrradag bréf til presta, djákna, organista, formanna sóknarnefnda og útfararstjóra. Þar mælist hún til þess að kirkjustarf verði hagað með vissum hætti í ljósi hertra aðgerða stjórnvalda við heimsfaraldrinum, sem miðast við tuttugu manna samkomutakmörk.

Mælst er til þess að opið helgihald falli niður í október en jafnframt er hvatt til þess að hugað verði að boðun fagnaðarerindisins í gegnum streymi.

Þá óskar biskup þess að allar kóræfingar falli niður í október og hvetur organista og kórstjóra til halda æfingum upp í gegnum fjarfundabúnað.

Minnt er á að fimmtíu manna fjöldatakmörkun við útfarir. Þau sem eru með undirliggjandi sjúkdóm vísi frá sér athöfnum.

Tuttugu manna fjöldatakmörkun gildir við kirkjulegar athafnir eins og skírn og hjónavígslur.

Áfram heldur barna- og æskulýðsstarf þeirra sem fædd eru árið 2005 og skal sem áður halda allar sóttvarnareglur sem í gildi eru.

Allt eldri borgarastarf fellur niður í október og eru prestar og djáknar hvattir til að huga að þeim hópi með símtölum og sálgæslu.

Fermingarfræðslu skal haldið áfram, að teknu tilliti til allra sóttvarnareglna sem í gildi eru.

Hvatt er til að áður boðaðir fundir, ráðstefnur og þing, verði haldin rafrænt sé það mögulegt eða frestað sé þess kostur.

Þá er starfsfólk sem veikist hvatt til að halda sig heima og sömuleiðis öll þau sem eru með undirliggjandi sjúkdóma.