Fjórðungsþing í fjarfundi – Sparnaður til framtíðar ?

Fjórðungsþing Vestfirðinga var haldið í fjarfundi að þessu sinni.

Þingið þótti að flestu leyti heppnast vel. Það fyrirkomulag að halda þingið í fjarfundi var nýnæmi, en þar sem flestir eru orðnir nokkuð vanir að nota fjarfundabúnað gekk þinghaldið ágætlega.

Fundarmenn voru almennt ánægðir með framgang mála á þinginu, framsetning mála var markviss, umræður málefnalegar og afgreiðsla skilvirk.

Að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra sambandsins var útlagður kostnaður við þingið mun lægri í ár en þó þurfti að kaupa að þjónustu við útsendinguna og kosningakerfi.

Einnig var vinna við undirbúning umtalsvert meiri núna, sérstaklega þar sem við vorum að gera þetta í fyrsta sinn með þessum hætti.

Spurð að því hvort þetta væri framtíðin svaraði Sigríður:

„Við tökum reynsluna af þessu þingi og ræðum í stjórn og það er auðvitað stjórnar að ákveða um slíkt.

Þing í fjarfundi eru með allt öðrum hætti og það vantar töluvert þegar fólk getur ekki hist. Ég tel sjálf að við getum hagnýtt tæknina enn meira til að auka samskipti en það kemur aldrei alveg í staðinn fyrir samskipti sem eru maður á mann. Fjárhagslegur sparnaður er eitt en hann sýnir ekki alla myndina.