Ísafjörður: 2003 tonna afli í júní

Vörður ÞH að landa í Ísafjarðarhöfn. Mynd: 'isafjarðarhöfn.

Alls var landað 2003 tonnum í Ísafjarðarhöfn í síðasta mánuði.  Nánast allur aflinn var veiddur í botntroll, aðeins 1,5 tonn voru veidd á handfærum. Taka verður þó fram að 198 tonn er innflutt rækja frá Svalbarði. Að því frátöldu voru 1805 tonn veidd og lönduð á Ísafirði.

Um 40 tonn af rækju var landað í mánuðinum, þar af voru 16 tonn af úthafsrækju sem Klakkur ÍS landaði.

Togarnir þrír lönduðu 1.061 tonni samtals. Páll Pálsson ÍS landaði 581 tonn í fimm veiðiferðum, Stefnir ÍS var mep 256 tonn eftir 3 veiiferðir og Júlíus Geirmundsson ÍS landaði 224 tonn eftir eina veiðiferð.

Um 700 tonn var veitt af átta togskipum. Það voru Bylgja VE, Björg EA, Björgúlfur EA, Harðbakur EA, Vörður ÞH, Frosti ÞH, Þinganes SF og Áskell ÞH.

 

 

DEILA