Drangsnes: mikil eftirspurn eftir húsnæði- nýbyggingar

Á Drangsnesi er mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði að sögn Finns Ólafssonar, oddvita og margar umsóknir um húsnæði sem er til leigu eða sölu. Á síðasta fundi sveitarstjórnar var úthlutað lóðinni að Grundargötu 7 undir einbýlishús.

Nýbyggt parhús er á Grundargötu 9 og hefur fengist vilyrði Mannvirkjastofnunar fyrir því að selja íbúðirnar og er söluferli hafið.

Þá er verið að taka grunn að einbýlishúsi að Vitavegi 2.

Á Drangsnesi er næg vinna og atvinnuástand gott.

Óskar Torfason tók þessar myndir af frágangi við parhúsið við Holtagötu.

DEILA