Reykhólar: aðgerðir vegna covid 19

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að  kanna möguleika á frestun greiðslu fasteignagjalda  fyrir þá aðila sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna Covid-19. Var oddvita og varaoddvita falið að útfæra nánari reglur um frestun fasteignagjalda í samráði við sveitarstjóra og skrifstofustjóra.

Þá var einnig samþykkt  að fella niður húsaleigu hjá versluninni Hólabúð í tvo mánuði vegna takmarkanna á starfsemi hennar og tryggja þannig verslun í heimabyggð eins og
verða má.

Loks var kosin ný almannavarnarnefnd.

Í hana voru kosin
Ágústa Ýr Sveinsdóttir, formaður björgunarsveitarinnar,
Hlynur Stefánsson, varðstjóri slökkviliðs og
Hendrikka Alfreðsdóttir, hjúkrunarforstjóri skipi nefndina.

Til vara verða:
Árný Huld Haraldsdóttir,
Herdís Erna Matthíasdóttir og
Eiríkur Kristjánsson.