Landað var samtals 1.194 tonnum af bolfiski í Bolungavíkurhöfn í marsmánuði.
Togarinn Sirrý ÍS landaði 618 tonnum eftir 7 veiðiferðir í mánuðinum. Þrír snurvoðarbátar lönduðu 180 tonnum og 5 línubátar voru alls með 389 tonn. Þá voru tveir handfærabátar með um 6 tonn.
Ásdís ÍS aflaði 64 tonn í 10 veiðiferðum, Þorlákur ÍS 94 tonn í 6 róðrum og Páll Helgi ÍS 22 tonn í 10 löndunum.
Línubátarnir voru Fríða Dagmar ÍS og Jónína Brynja ÍS sem lönduðu 128 tonnum hvor um sig í 13 og 14 róðum, Guðmundur Einarsson ÍS 41 tonn í 11 róðrum, Einar Hálfdáns ÍS var með 50 tonn í 9 veiðiferðum og Otur II með 42 tonn í 10 róðrum.
Handfærabátarnir voru Hjörtur Stapi ÍS með 5,7 tonn í 6 róðrum og Glaður ÍS landaði 0,5 tonni úr einum róðri.