Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar.
Margrét fékk árs námsleyfi á síðasta ári , sem hófst 1. ágúst 2019. Hefur hún stundað meistaranám við Háskóla Íslands. Stefanía Ásmundsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Bolungavíkur var ráðinn sviðsstjóri til eins árs og sagði hún lausu skólastjórastarfinu.