Ísfirðingurinn Isabel Alejandra Diaz er í framboði til háskólaráðs Háskóla Íslands fyrir hönd Röskvu – samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Skipar hún 1. sæti listans.
Í fyrra var hún ásamt fleiri Vestfirðingum, í framboði til Stúdentaráðs á félagsvísindasviði og er að þessu sinni eini Vestfirðingurinn í framboði, en kosningarnar fara fram 25. og 26. mars.
Isabel Alejandra Diaz leggur stund á nám í stjórnmálafræði og spænsku.
Háskólaráð er æðsta stjórn Háskóla Íslands og er skipað samkvæmt lögum um opinbera háskóla. Rektor er forseti ráðsins en í því sitja 2 fulltrúar stúdenta, háskólakennara, menntamálaráðherra og atvinnulífs. Stjórn skólans er á ábyrgð háskólaráðs og eru þar teknar stefnumótandi ákvarðanir. Ráðið ber m.a. ábyrgð á því að háskólinn fari að lögum og fylgir eftir fjármálum skólans. Háskólaráð hittist mánaðarlega.
Meðal helstu stefnumál Röskvu 2020 eru:
að svokölluð skrásetningargjöld við Háskólann verði lækkuð
að kjör handa lántökum í nýju lánasjóðskerfi verði fyrirsjáanleg. Jafnrétti allra aldurshópa og samfélagshópa til náms verður að vera í fyrirrúmi í nýju kerfi og þarf sjóðurinn að sinna hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður í raun.