Tálknafjörður: skóladagvist og skólamatur 33.740 kr.

Tálknafjörður. Mynd: Mats Wibe Lund.

Kostnaður við skóladagvist og skólamat í grunnskólanum á Tálknafirði er 33.740 kr. á mánuði samkvæmt gjaldskrá Tálknafjarðarhrepps. Miðað er við 3 klst dagvist á dag í 21 dag og hádegismat og hressingu í 21 dag.

Dagvistunin kostar 330 kr/klst, hádegismatur og ávextir kosta 11.000 kr. á mánuði og morgunmatur er á 1.950 kr. fyrir mánuð. Samtals er gjaldið 33.740 kr á mánuði.

Verðið á Tálknafirði er mjög sambærilegt við Vesturbyggð og Ísafjarðarbæ. Í Vesturbyggð er gjaldið 31.990 kr. og í Ísafjarðarbæ 34.085 kr.  Hins vegar er verðið langlægst í Bolungavík 17.745 kr. fyrir mánuðinn.

 

Súðavík: 39.386 kr.

Þá var athuguð gjaldskráin í Súðavíkurhreppi. Þar kostar morgunmaturinn 3.829 kr. á mánuði og hádegisverðurinn 9.979 kr. Dægradvöl í heilsdagsskóla kostar 406 kr/klst sem gerir 25.578 kr yfir heilan mánuð skv. forsendum ASÍ. Samtals verður gjaldið 39.386 kr. á mánuði.

DEILA