Reykhólahöfn verður dýpkuð í ár. Á síðasta fundi sveitarstjórnar var lögð fram verk- og kostnaðaráætlun frá Vegagerðinni vegna dýpkunar Reykhólahafnar.
Áætlaður kostnaður samkvæmt tilboði frá Hagtaki er upp á 36.750.000 kr. og fellur 10% kostnaðar á Reykhólahöfn.
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti að breyta fjárhagsáætlun Reykhólahrepps fyrir árið 2020 þannig að settar voru 3.650.000 kr. í verkkaup hafnarinnar vegna dýpkunarinnar og verður fjármagn tekið af áætluðum rekstrarafgangi þessa árs sem verði eftir breytingar 41.015.000 kr.