Lið Menntaskólans á Ísafirði vann öruggan sigur á lið Verkmenntaskólans á Austurlandi í gærkvöldi með 23 stigum gegn 12. Keppnin var endurtekin eftir að í ljós kom að Austfirðingarnir höfðu fengið 17 sekúndum lengri tíma en Vestfirðingarnir í hraðaspurningum og náðu 4 réttum svörum á þeim tíma. Að þeim frátöldum hafði lið MÍ svarað fleiri spurningum rétt. Ríkisútvarpið ákvað að keppnin skyldi endurtekin frekar en að dæma MÍ sigur.
Menntaskólinn á Ísafirði dróst á móti Verzlunarskólanum í 3. umferð keppninnar, sem eru 8 liða úrslit, og mætast liðin í sjónvarpssal 21. febrúar.