Orkubúið – alltaf nýjustu upplýsingar strax !

Í óveðrinu undanfarna daga hafa margir nýtt sér þann möguleika að fylgjast með mikilvægum tilkynningum og stöðufærslum frá Orkubúinu í gegnum smáforrit (app) frá OV sem notendur geta hlaðið niður, en forritið hefur verið aðgengilegt viðskiptavinum undanfarin 3 ár.

Orkubúið hvetur  viðskiptavini og aðra  hagsmunaðila til að nýta sér smáforritið til að fylgjast með stöðu dreifikerfisins, sérstaklega þegar búast má við truflunum vegna veðurs. Forritið er afar einfalt og hraðvirkt í notkun og skilar notendum réttum upplýsingum milliliðalaust, um leið og það minnkar álagið á starfsmenn og símkerfi Orkubúsins.  Reynt er að upplýsa notendur strax um straumleysi eða bilanir og hvenær megi eiga von á að rafmagn komist á.

Ef notandi er með smáforritið opið þá birtast tikynningar og fréttir strax. Notendur geta svo alltaf skoðað tilkynningar í tímaröð. Notandi getur valið að virkja sjálfvirkar áminningar sem birtast í tilkynningaslá snjalltækisins þegar ný tilkynning berst frá Orkubúinu. Forritið virkar vel hvort sem snjalltækið er á þráðlausu neti eða GSM.

Viðmót forritsins á snjalltæki má sjá á meðfylgjandi mynd.

Hér er vefslóð á forritið í Google Play fyrir Android snjalltæki:
https://play.google.com/store/apps/details?id=com.ov.ovtilkynningar

Hér er vefslóð á forritið í App Store fyrir iPhone og ipad snjalltæki:
https://itunes.apple.com/is/app/ov-appi%C3%B0/id1224538942

DEILA