Rafmagn er komið frá byggðalínunni og er Vesturlína komin í rekstur.
Þetta kemur fram í yfirliti frá Orkubui Vestfjarða.
Breiðadalslína 1 er enn biluð og er varaflsstöðin í Bolungarvík því keyrð áfram.
Varaaflskeyrslu hefur verið hætt á Hólmavík og á Reykhólum.
Rafmagn er komið á Króksfjarðarnes og Gilsfjörð og á allt norðan Þorskafjarðar eftir því sem best er vitað.
Viðgerð stendur yfir á Borðeyrarlínu og er búist við að línan verði komin í lag fyrir hádegi.
Verið er að reyna að koma rafmagni á Árneshrepp.
Uppfært. Borðeyrarlína komin inn.
Um klukkan 13:30 var lokið við viðgerð á Borðeyrarlínu og hún spennusett. Því er komið rafmagn aftur til allra notenda frá Hrútatungu að Broddanesi.