Ný fimm ára sóknaráætlun fyrir Vestfirði

Í samráðsgátt stjórnvalda hefur verið sett tillaga að nýrri fimm ára sóknaráætlun fyrir Vestfirði. Segir þar að í „ljósi góðrar reynslu af Sóknaráætlun 2015-2019 var ákveðið að gera nýja áætlun fyrir næstu 5 ár.“

Um stöðuna 2019 segir:

„Heildarfjöldi íbúa á Vestfjörðum í upphafi árs 2019 var 7.063 manns. Árið 1999 var íbúafjöldinn 8.503, þannig að mikil fækkun hefur orðið á þessu tímabili og enn meiri ef litið er lengra aftur í tímann. Íbúar á Vestfjörðum eru um 2% mannfjölda landsins árið
2019 en voru um 2,9% landsmanna árið 2000. Ef skoðuð er íbúaþróun á Íslandi öllu þá hefur hlutfallslega mest fækkun verið á Vestfjörðum eða um 42%.“

Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024 felur í sér stöðumat, framtíðarsýn, markmið og aðgerðir.

Styrkleikar og veikleikar

Helstu styrkleikar svæðisins eru talin vera. Ímynd hreinnar náttúru, gjöful fiskimið, tækifæri tengd sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda, hátt atvinnustig og  fjölskylduvænt umhverfi. Helstu veikleikar eru greindir vera: Einhæft atvinnulíf ,menntunarstig undir meðaltali og  veikir innviðir. Einkum eru það ófullnægjandi samgöngur, ótryggt rafmagn og  ófullnægjandi netsamband.

Áskoranir

Aðgerðarleysi og ákvarðanafælni stjórnvalda, hindranir og skilningsleysi opinberra aðila á aðstæðum á svæðinu og  höfuðborgarmiðuð stefnumótun hins opinbera eru alin vera helstu áskoranir sem við er að glíma.

Árangur sóknaráætlunar

Árangur hinnar nýju sóknaráætlunar er sagður byggjast á eftirfarandi átta atriðum:

1. Að Sóknaráætlun Vestfjarða verði samstarfsverkefni sveitarfélaga, íbúa, stofnana og
atvinnulífs á Vestfjörðum.

2. Að á tímabili þessarar Sóknaráætlunar verði Hringvegur 2 lagður bundnu slitlagi og fær allt árið.

3. Að lög og reglugerðir um nýtingu auðlinda séu skýr og þeim fylgt.

4. Að verkefnum Byggðaáætlunar verði hrint í framkvæmd.

5. Að flutningskerfi raforku á Vestfjörðum verði samkeppnishæft við aðra landshluta.

6. Að fjarskiptakerfi á öllum Vestfjörðum verði samkeppnishæft við aðra landshluta.

7. Að húsnæðisskortur hamli ekki atvinnuuppbyggingu og ný tegund húsnæðislána
nýtist á Vestfjörðum.

8. Að áætlunarflug verði skilgreint sem almenningssamgöngur og samgöngumiðstöð verði
byggð upp á höfuðborgarsvæðinu.

Umsagnarfrestur er til 16. október og geta þeir sem það vilja sent umsagnir sínar inn á samráðsgáttina. komin er ein umsókn. þar er lagt til að hlutur grunnskóla og leikskóla verði  aukinn í sóknaráætluninni.

 

DEILA