Fagurt er úti hallar á haust

Guðmundur Hagalín Guðmundsson frá Hrauni á Ingjaldssandi er góður hagyrðingur eins og margir úr þeirri fögru sveit.

Hér yrkir hann um haustið og hlutverk gróðurstilksins.

 

 

 

 

Fagurt er úti hallar á haust

hyggur nú gróður að dvala.

Tíðin einstök stilkurinn sterkur

standast þarf vosbúð og kala.

Aftur mun lifna vaskur í vor

villtur í en hærri skala.

Mundu nú eftir að verja vel

vistkerfið okkar og ala.