Verðmæti eignar í Arnarlax eykst um 1,5 milljarð króna

Frá því er grein á norska vefmiðlinum iLaks.no að verðmæti eignarhluta feðganna Matthíasar Garðarsonar og Kristians Matthiassonar í Arnarlax hafi aukist verulega á síðasta ári.  Eignarhaldsfyrirtæki þeirra voru gerð upp með 110 milljóna norskra króna hagnaði fyrir 2018, sem einkum kemur til af fjármagnstekjum. Það jafngildir um 1,5 milljarð íslenskra króna. Haft er eftir Kristian að hagnaðurinn sé einkum tilkominn vegna verðmætisaukningar á eignarhlut þeirra í Arnarlax.

SalMar jók hlut sinn í Arnarlax fyrr á árinu og á um 63% alls hlutafjár og í apríl var hlutaféð metið á 21 milljarð króna.

Ljóst er af þessum fréttum að fjárfestar hafa trú á laxeldinu á Íslandi, en Arnarlax er stærsta fyrirtækið á því sviði á Íslandi.

Þá segir í frétt iLaks.no að þeir feðgar hafi selt til SalMar hlut af hutabréfaeign sinni en samkvæmt heimildum Bæjarins besta eru þeir enn meðal stærstu hluthafa.

DEILA