Asparmálið á Flateyri: búið að kæra til lögreglu

Göngustígurinn. Hér sést vel að aspirnar hafa verið sagaðar á hæuta göngustígsins. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Þórdís Sif Sigurðardóttir, starfandi bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ hefur kært til lögreglu þann atburð að saga niður og fjarlægja nokkar vel vaxnar aspir á göngustíg á Flateyri.

Það var eigandi Bræðraborgar Sveinn Yngvi Valgeirsson sem það gerði. Í samtali við Bæjarins besta sagði Svein að hann hefði ekki fengið leyfi til verknaðarins.

Þórdís segir að um sé að ræða eignaspjöll og að engin ástæða sé til þess að láta þau óátalin, sérstaklega þar sem trén voru keypt fyrir fé úr sjóðnum Samhugur í verki og gróðursett eftir snjóflóðin í október 1995.  Hún gerði bæjarráði grein fyrir stöðu málsins á fundi bæjarráðs í gær.

DEILA