Arna með nóg af aðalbláberjum

Mjólkurvinnslan Arna I Bolungarvík hefur síðan í lok júlí tekið við aðalbláberjum í hina vinsælu Grísku haustjógúrt sem þar er framleidd. Nú í haust hefur verið tekið á móti 7 tonnum að aðalbláberjum og hefur Arna nú tilkynnt að nóg sé komið og í gær var síðasti dagurinn sem tekið var við berjum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu er öllu berjatínslufólkinu þakkað fyrir samstarfið og sagt að tilhlökkunar gæti með að endurtaka leikinn á næsta ári.