Púkamótið 2019: vítaspyrnukeppnin verður spennandi

Keppendur á púkamótinu 2014.

Púkamótið 2019 er á næsta leyti. Það verður um aðra helgi á Ísafirði. Skráning stendur yfir og gengur ágætlega að sögn forsvarsmanna mótsins en áhugasamir eru hvattir til þess að skrá sig sem fyrst. Meðal nýmæla að þessu sinni verður vítaspyrnukeppni og eru þegar komin á nokkrar áhugaverðar keppnir.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavík skorar á Guðmund Gunnarsson bæjarstjóra í Ísafjarðarbæ og verður fróðlegt að sjá hvort ber sigur úr býtum Ísfirðingurinn eða Bolvíkingurinn og svo er spurningin hvor er hvað!

Bjarni Jóhannsson, þjálfari knattspyrnuliðs Vestra skorar á hinn síunga knattspyrnukappa Jóhann Torfason og er Bjarni greinilega kjarkmaður mikill.

Þá ræðst Haraldur Leifsson ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ.

DEILA