Súðavík: Samúel segir sig úr sveitarstjórn

Áfltaver í Súðavík.

Boðað hefur verið til fundar í sveitarstjórn Súðavíkurhrepps næsta föstudag eftir viku. Á dagskrá eru 14 mál. Fyrsta mál að lokinni skýrslu sveitarstjóra er úrsögn úr sveitarstjórn. Lagt verður fram  úrsagnarbréf Samúels Kristjánssonar dags 20. mars.

Samúel er einn þriggja hreppsnefndarmanna H listans sem hlaut meirihluta i síðustu sveitarstjórnarkosningum. Eftir kosningarnar hefur hann greint á við aðra í meirihlutanum í ýmsum málum og hefur núverandi sveitarstjóri sagt starfi sínu lausu meðal annars vegna þeirra deilna. Síðast klauf Samúel Kristjánsson sig frá meirihlutanum og gekk til liðs við minnihlutann í síðasta mánuði þegar ráðinn var nýr sveitarstjóri.

DEILA