Fækkar í Ísafjarðabæ og Strandabyggð

Þjóðskrá hefur birt tölur um íbúafjölda í einstökum sveitarfélögum og breytingar sem orðið hafa frá 1. desember 2018 til 1. apríl 2019. Í marsmánuði fækkaði um 3 á Vestfjörðum og voru íbúar 1. apríl 7.061.

Á síðustu fjórum mánuðum hafa orðið mestar sveiflur í Ísafjarðabæ þar sem varð fækkun um 12 manns og í Strandabyggð þar sem fækkaði um 11 íbúa. Fjölgun varð mest í Bolungavík , um 9 manns og Vesturbyggð, þar sem fjölgaði um 7 íbúa.

Þegar litið er á Vestfirði eftir svæðum þá fjölgaði um 3 á norðanverður Vestfjörðum, fjölgun varð um 2 á sunnanverðum Vestfjöðrum, óbreyttur íbúafjöldi í Reykhólahreppi, en fækkun um 8 manns í Strandasýslu.

Íbúafjöldinn 1. apríl var þannig:

Ísafjarðarbær    3.801

Vesturbyggð      1.003

Bolungavík           955

Strandabyggð       440

Reykhólar             257

Tálknafjörður        254

Súðavík                205

Kaldrananeshr.      108

Árneshreppur          38

 

DEILA