Byggðakvóti: Páll Pálsson fær en ekki Eiður og Ísborgin

Páll Pálsson ÍS 102 fær byggðakvóta.

Atvinnuvegaráðuneytið hefur fallist á að úthluta Páli Pálssyni ÍS 102 byggðakvóta. Er það gert með þeim rökum að ef ekkert skip í Hnífsdal uppfyllti reglur til þess að fá byggðakvóta myndi byggðakvótinn falla niður. Þá hefði Páll Pálsson ÍS 102 verið skráður með heimahöfn á Ísafirði í stað Hnífsdals fyrir mistök.

Hins vegar hafnaði ráðuneytið að úthluta Ísborginni ÍS og Eiði ÍS byggðakvóta. Ísborgin var ekki með gilt veiðileyfi við lok umsóknarfrests en það hefði ekki komið að sök og tekist hefði að úthluta byggðakvótanum á Ísafirði. Eiður ÍS var skráður annars staðar en á Flateyri við lok umsóknarfrests og telur ráðuneytið ekki ástæðu til þess að víkja frá því skilyrði, enda hefðu borist umsóknir frá öðrum og engin vandkvæði að úthlutan byggðakvótanum.

Bréf Atvinnuvegaráðuneytisins um þessa afgreiðslu var lagt fram á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í gær.

DEILA