Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum

Dagana 29. og 30. mars næstkomandi heldur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hringferð sinni um landið áfram á norðanverðum Vestfjörðum. Í fréttatilkynningu frá þingflokknum er greint frá þessu og dagskráin þessa daga verður sem hér segir:

Föstudaginn 29. mars stendur þingflokkurinn fyrir opnum fundi í Ráðhússalnum í Bolungarvík og hefst hann kl. 20:00. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Laugardaginn 30. mars stendur þingflokkurinn fyrir opnum fundum á Icelandair Hótel Ísafirði kl. 12:00 og í Gunnukaffi, Hafnarstræti 11 á Flateyri kl. 15:30. Boðið verður upp á súpu á hádegisfundinum.

Fundirnir eru sem fyrr segir haldnir í tengslum við hringferð þingflokks Sjálfstæðisflokksins
sem hófst í kjördæmaviku Alþingis sunnudaginn 10. febrúar sl. Að þessu sinni ákvað
þingflokkurinn að fara sem ein heild um land allt í stað þess að þingmenn hvers kjördæmis
fundi einungis í eigin kjördæmum.

Hafa fundirnir heppnast einstaklega vel og þingmenn átt gagnleg og skemmtileg samtöl við
fólk vítt og breitt um landið. Fundirnir eru óformlegri en oft áður. Lagt er upp með að allir
þingmenn taki virkan þátt með spjalli við fundarmenn.

Fundarmönnum gefst því gott tækifæri til að hitta þingmenn og ráðherra flokksins og ræða það sem skiptir máli.
Fundirnir eru öllum opnir og eru íbúar á norðanverðum Vestfjörðum sérstaklega hvattir til að mæta.

DEILA