Vestri vann Snæfell 105:63

Að leik loknum í gærkvöldi. Mynd: Marzellíus Sveinbjörnsson.

Meistaraflokkur Vestra í körufuknattleik karla vann í gærkvöldi glæstan sigur á liði Snæfells frá Stykkishólmi með 105 stigum gegn aðeins 63. Lið Vestra hafði yfirburði og vann sanngjarnan sigur.

Vestri er í 4. sæti 1. deildarinnar með 18 stig eftir 15 leiki.

DEILA