Eins og fram hefur komið þá hafnaði Atvinnuvegaráðuneytið samþykkt sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps um 20 kr. gjald pr. kg fyrir byggðakvóta, sem rynni til byggingar dvalarheimilis í þorpinu.
Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri að áfram verði ýtt á eftir þessari tillögu innan stjórnsýslunnar.
„Við beygjum okkur i bili en munum reyna að ýta þessu áfram í stjórnsýslunni. Sveitarfélag í stöðu Tálknafjarðar þar sem hefðbundinn sjávarútvegur verður aldrei aftur burðarás, þarf að geta nýtt byggðakvótann til að fóta sig í nýjum atvinnugreinum.“ segir Bryndís í svari sínu til Bæjarins besta.