Ferskur vorblær frá Bolungarvík

Karolína Sif Benediktsdóttir.

Nýtt bolvískt popplag fer í spilum á öllum helstu útvarsstöðvum landsins eftir helgina. Lagið heitir „Þú ert sú eina“ og er flutt af Jogvan Hansen og Karolínu Sif en lagið er falleg og grípandi ballaða sem ber með sér ferskan vorblæ frá Bolungarvík. Lagið er erlent en höfundur textans er Benedikt Sigurðsson en hann er einmitt faðir Karolínu. Um upptökustjórn sá hinn þaulreyndi Vignir Snær Vigfússon.

 

Lesendur geta heyrt lagið „Þú ert sú eina“ (smellið) – njótið vel!

DEILA