Tíminn sem var: 1960 og síðar

Kristján Pálsson, vélstjóri.

Mikið hefur verið rætt undanfarin ár hvernig Vestfirðingar eru að bjarga sér í rafmagnsmálum og atvinnumálum. Án atvinnu og rafmagns verða ekki framfarir.

Faðir minn sá um rafstöð og dreifikerfi Flateyrar frá 1952 til 1989. Maður ólst mikið upp við það sem hann var að gera í rafmagninu við keyrslu vélanna og.fl. Rafmagn kom til Flateyrar frá Mjólkarvirkjun 1958, sem þá var að stærð 2,5 MW. Nú í dag getur Mjólkársvæðið framleitt 11,2.MW. Um 1960 er við sem vorum á fermingaraldri krakkarnir og jafnvel fyrr var farið í fulla vinnu í frystihúsi á sjó og fleira. Allir urðu að vinna því mikla vinnu var að fá og leggja þannig pening til greiðslu á skólagjöldum. Skýrsla frá Háskóla sérfræðingi segir núna að það sé slæmt að byrja að vinna svona snemma þá verður allskonar veikindi sem kæmu upp eftir miðjan aldur. Ekki hefur það komið í ljós á okkar kynslóð frá Flateyri. Núna fá unglingar ekki vinnu fyrr en á 18. ári, það boðar ekki gott. Við það að rafmagnið kom frá Mjólkárvirkjun urðu miklar framfarir á Vestfjörðum. Frystihús og bátar stækkuðu. Samgöngur að og frá Flateyri var eins og hjá öðrum þorpum á Vestfjörðum að mestu lokuð landleiðina 6-7 mánuðu á ári. Þorpin voru næg með alla þjónustu, banka,læknir heilsugæslu,verslanir og eiginlega allt sem þurfi. Skipakomur voru tíðar, Esja, Hekla, Herðubreið. Skjaldbreið og Djúpbáturinn og stór fluttningaskip er tóku afurðir og gerðir voru litlir flugvellir á flestum stöðum . Ég og flestir krakkar sóttum nám í burtu í Héraðsskóla og framhaldsskóla. Ég stundaði framhaldsnám frá 1963 til 1972. flutti þá í Hnífsdal. Mikill uppgangur varð á Vestfjörðum er skuttogararnir komu 1972 og síðar á flest alla staðina.Ég var á einum þeirra í 5 ár. Frystihúsin stækkuðu til að taka við miklum afla er barst á land, og fyrirtæki í iðnaði stækkuðu og fjölguðu. Vestfirðingar voru með hæstu laun landsmanna má segja fram á 10 áratuginn. Það þurfti að stækka Mjólkarvirkjun til að hægt væri að anna eftirspurn efir rafmagni, því Vestfirðir voru ekki tengir við samveituna. Komið var að ögurstund með rafmagn 1977 og varð að setja upp mikið dísilvaraafl til að keyra með Mjólkárvirkjun. Rafmagn kom frá samveitunni 1982 með svokallari Vesturlínu sem tengdist við Mjólká. En áfram varð að keyra dísilvélar er óveður sló út Vesturlínunni. Á öllum stöðum á Vestfjörðum þurfti að gera landfyllingar og stækkun á Höfnum og útvega lóðir til að taka við þessari nýju auknu atvinnu og fólki fjölgaði, þegar flest var yfir 10.000. manns á Vestfjörðum. Fólk þurfti að kynda húsin með olíu og fengu ekki rafmagn til kyndingar á húsin fyrr en Vesturlínan kom. Það breittist líka hjá sumum húseigendum með olíukyndingu því Orkubú Vestfjarða fór að gera kyndistöðvar og dreifikerfi hitaveitu 1978 til 1985 á stærðstu byggðarkjörnunum og kyntu fyrst í kyndistöðvunum með svartolíu. Þegar rafmagn kom frá Vesturlínu voru kyndistöðvar kyntar með rafskautakötlum og olíukatlar notaðir til vara. Aðrir staðir fengu að kynda húsin sín með Raftúbum. Nú í dag 2019 geta vatnsaflvirkjanir OV og aðrar smávirkjanir á Vestfjörum framleitt 15.MW og eftir Vesturlínu kemur 30.MW. Allar þessar miklu uppbyggingar á Vestfjörum hefur verið gerð í sátt við nátturuna og íbúa hér, án afskipta aðra sjálfskipaðra fræðinga og sjálfskipaðra nátturvendarasinna annarstaðar á landinu. Nú eru Vestfirðingar að fara að virkja Hvalárvirkjun sem er í rammaáætlun frá stjórnvöldum til hagsbóta fyrir rafmagnmálin hér, svo þau komist í lag og hægt að skapa

fleiri störf og öflug fyrirtæki. Nú vakna þessir fræðingar og sjálfskipaðar nátturuvendarsinnar annar staðar á landinu upp og kalla Vestfirðinga sóða og ég veit ekki hvað og sé verið að eyðileggja landið fyrir þeim, og sumir aldrei hafa komið þarna. En hvað skildi þeir sjá í nær umhverfinu sínu. Ég bendi á nokkra staði. Það mátti gera 200.bílastæði í friðlandinu á Þingvöllum, allskonar breitingar á umhverfinu á Suðurlandi, hvar hafið þið heyrt frá þeim að þeir reynt að stoppa þær breitingar, ekki púst frá þeim. Það liggur svo vel við höggi að stoppa þessa Vestfirðinga þeir eyðileggja allt sem þeir koma nálægt. Sjáið bara núna kæru samtakana og nokkra ríka einstaklinga um laxseldið á Suðurfjörðum og kært til dómstóla, leyfi sem alþingi veitti. Það er líka búið að setja þessi nátturvendarsamtök á fjárlög ríkissins svo að þá geti þau haft fullt af fólki á launum til að stoppa mörg framfaramál. Ætti ekki stofnanir ríkisins að vera best færar í að gefa út leyfin ef þau væru í einni stofnun og þetta fólk fengi bara að kom sínum áhyggjum til þeirra. Allir vilja fara vel með landið og það hafa Vestfirðingar alltaf gert. Við Vestfirðingar höfum líka mist mikla talsmenn okkar af þingi sem hér áður fyrr voru vakandi yfir framfaramálum Vestfirðinga. Til dæmis þetta með samgöngurnar á Suðurfjörðum þar sem 2000. manns búa og miklir flutningar af afurðum sem þurfa daglega og komast og íbúar einnig, og Reykhólahreppur stoppar allt og segja vegna nokkra skólakrakka sem fara í skóla á Reykhólum þá vilja þau núna umferðina í gegnum Reykhóla en fyrri sveitarstjórn búinn að samþykkja það sem Vegagerðin leggur til. Þetta er ekki hægt að haga sér svona.

Hvernig stóð á þvi að atvinnumálin breittust svona mikið á Vestfjörðum eftir 1990.

Það var kvótakerfið. Vestfirðingar börðust strax á móti því og ugðu ekki að sér. Svokallaðir eigendur skipa og frystihúsa höfðu bara góð laun og tóku ekkert stórar fjárhæðir út úr fyrirtækjunum allur ágóði fór í uppbyggingu. Svo kom frjálsa framsalið 1990 og kvótinn bundinn við skipin. Ekkert bundið við byggðarlögin.Þetta gerðu stjórnvöld Þá og mótmæltu Vestfirðingar, því þeir vissu þá flestir að þetta myndi skemma atvinnustarfsemi byggðarlagana. Þá fóru eigendur fyrirtækjana að selja aflaheimildir og minnkuðu þær það mikið að ekki var grundvöllur fyrir rekstri og smá saman í boði stjórnvalda fóru margir einstaklingar út með stórar fjárhæðir skítt með fólkið sem vann líka að þessum aflaheimildum. Svona er þetta enn, allt að færast á fáa aðilja. Svona var þetta með rækjuna. Vestfirðingar fóru að leija stærri báta til að veiða úthafsrækju og voru þá hér 4 rækjuverksmiðjur á Ísafirði og Hnífsdal. Bátarnir voru leigðir frá öðrum stöðum og sköffuð öll þjónusta. Svo var rækjan sett í kvóta og þegar leigan var búinn á skipunum þá fóru þau öll í burtu með kvótann og verksmiðjurnar voru verkefnalausar.

Nú þegar Vestfirðingar eru frumkvöðlar að búa til fullt af störfum í laxeldi þá byrja postularnir að sunnan að berja á Vestfirðingum. Þetta er hin nýja atvinnugrein okkar sem sett eru upp samkvæmt öllum lögum og reglum og okkar færustu vísindamanna, en það dugar ekki til. Fyrirtækið HG fær ekki leyfi fyrir laxeldi vegna tregðu í einni stofnunni. HG er stærsta og öflugasta fyrirtækið hér á Ísafirði og hefur allt til að vaxa og dafna ef það fær til hliðar að nýta þekkingu sína í laxeldi. Ef laxeldið kemur ekki og Hvalárvirkjun, þá er ekkert

annað að gera en stjórnvöld komi með miklar aflaheimildir inn á Vestfirði aftur svo við getum elft fiskvinnsluna aftur og byggt nýtísku frystihús ef svæðið eigi ekki að fara í eyði.

Kristján Pálsson vélfræðingur, verkstjórn með uppbyggingu og rekstri Varaaflstöðva, Kyndistöðva og dreifikerfi hitaveitu OV í 41.ár.

DEILA