Atvinnutekjur: hæstar á Tálknafirði

Atvinnutekjur árið 2017 voru hæstar í Tálknafirði, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands, séu þær reiknaðar sem meðaltal á hvern framteljanda. Unnið er upp úr skattframtölum. Meðalatvinnutekjurnar voru 4.710 þúsund krónur í Tálknafirði. Næsthæstar voru þær í Súðavík eða 4.627 þúsund krónur og Bolungavík er þriðja hæst en þar voru meðaltekjurnar 4.325 þúsund krónur.

Langlægstar meðaltekjur voru í Árneshreppi eða 2.879 þúsund krónur. Næst lægstar meðaltekjur árið 2017 voru í Reykhólahreppi 3.599 þúsund krónur.

Áberandi er að meðaltekjurnar í sveitarhreppunum, sem einkum styðjast við landbúnað, eru lægri en í sjávarútvegsbyggðarlögunum.

Meðalatvinnutekjurnar eru mun hærri á höfuðborgarsvæðinu og eins eru þær hærri í nokkrum sveitarfélögum öðrum á Vesturlandi sem athuguð voru. Hæstar eru meðaltekjurnar í Garðabæ og á Seltjarnarnesi , liðlega 5,5 milljónir króna.

Meðaltal atvinnutekna 2017:
Vestfirðir atvinnutekjur
Bolungarvík 4.325
Ísafjarðarbær 4.186
Reykhólahreppur 3.599
Tálknafjarðarhreppur 4.710
Vesturbyggð 4.275
Súðavíkurhreppur 4.627
Árneshreppur 2.879
Kaldrananeshreppur 3.876
Strandabyggð 3.981
Reykjavík 4.603
Kópavogur 5.055
Seltjarnarnes 5.503
Garðabær 5.694
Hafnarfjörður 4.780
Mosfellsbær 4.949
Akranes 4.548
Snæfellsbær 4.558