Uppbyggingarsjóður veitir 62 mkr styrki

Frá hátíðinni Tungumálatöfrar í ágúst 2018.

Úthlutað hefur verið úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða fyrir árið 2019. Sjóðurinn er hluti af Sóknaráætlun Vestfjarða. Í ljósi þess að Sóknaráætlun rennur út á næsta ári og ekki hefur verið samið um framhaldið ákvað úthlutunarnefnd að veita aðeins styrki til eins árs. Verkefni skulu að jafnaði koma til framkvæmda á almanaksárinu 2019.

Samtals var úthlutað 62 mkr fyrir árið 2019. Úthlutanir skiptast í þrjá flokka; stofn- og rekstrarstyrki til menningarstofnana, verkefnisstyrki til menningarmála og styrki til atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna. Verkefnisstyrkirnir skiptast í stærri styrki (yfir 1,5 mkr) og lægri styrki (1,5 mkr og minna).
Nokkrum styrkjum hafði þegar verið ráðstafað til verkefna sem eðlis síns vegna standa í lengri tíma en eitt ár. Hér er listi yfir alla styrki sem verða greiddir út á árinu 2019 úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða:

Stofn- og rekstrarstyrkir:

Galdrasýningin á Hólmavík Strandagaldur ses 4.300.000
Rekstur Edinborgarhússins Edinborgarhúsið ehf 4.000.000
Skrímslasetrið á Bíldudal Valdimar Smári Gunnarsson 3.500.000
Sauðfjársetur á Ströndum Sauðfjársetur á Ströndum ses 3.000.000
Melrakkasetur Íslands Melrakkasetur Íslands ehf. 2.500.000
Listasafn Samúels í Selárdal Sögumiðlun ehf 1.200.000

 

Stærri styrkir:

Sérstök aukaúthlutun til Edinborgarhúss Edinborgarhúsið ehf 4.000.000
Menningarmiðstöðin Edinborg viðburðir Menningarmiðstöðin Edinborg 2.500.000
Þróun verkferla fyrir þörungasafa Þörungaklaustur ehf. 2.000.000
Act alone 2019 Act alone, félagasamtök 2.000.000
Kómedíuleikhúsið Kómedíuleikhúsið,áhugamannfélag 2.000.000
Aldrei fór ég suður Kristján Freyr Halldórsson 2.000.000
Náttúrubarnahátíð og náttúrubarnaskóli Sauðfjársetur á Ströndum ses 2.000.000
Fræframleiðsla íslenskra plantna Náttúrustofa Vestfjarða 2.000.000
Hversdagssafn Skóbúðin hversdagssafn ehf. 2.000.000
Vestfirska þjóðtrúarfléttan Háskóli Íslands 2.000.000
Menningardagskrá Hússins 2019 Sköpunarhúsið 72 ehf. 2.000.000

 

Lægri styrkir:

Steinshús og Snjáfjallasetur Sögumiðlun ehf 1.200.000
Hrognkelsi – Lífræna lúsaætan (LÚSINFER) Albert K. Dagbjartarson Imsland 1.000.000
Startup Westfjords ’19 Nýsköpunarhraðall Samfélagsmiðstöðin á Þingeyri ses. 1.000.000
Sköpunarsveimur Austan mána ehf. 1.000.000
Vélsmiðja G.J.S. vinnustofur á Þingeyri Byggðasafn Vestfjarða 1.000.000
Sætt og Salt súkkulaði og konfekt Sætt og Salt ehf. 600.000
Blús milli fjalls og fjöru. Blús milli fjalls og fjöru, félagasamtök 600.000
Áframræktun hörpudisks á Vestfjörðum VISTUM ehf. 600.000
Gamanmyndahátíð Flateyrar 2019 Eyþór Jóvinsson 500.000
Tungumálatöfrar Menningarmiðstöðin Edinborg 500.000
ÚR VÖR vefrit Aron Ingi Guðmundsson 500.000
Gestastofa Dokkan Brugghús Dokkan brugghús ehf. 500.000
Þjóðmenningarbýlið í Árneshreppi Elín Agla Briem 500.000
Fjöruperlur Markaðsráðgjöf og þýðing Kristín Þórunn Helgadóttir 500.000
Gestastofa í Húsi Samúels Félag um listasafn Samúels 500.000
Flakkarar & förufólk Sauðfjársetur á Ströndum ses 500.000
Runni og Rósa leikrit Kómedíuleikhúsið,áhugamannfélag 500.000
Refa- og náttúruljósmyndaferðir Skútusiglingar ehf. 500.000
Fox Centre 2020 10th Birthday! Melrakkasetur Íslands ehf. 500.000
Gilsfjörður Arts Bergsveinn G Reynisson 400.000
Leikrit í fullri lengd Leikfélag Hólmavíkur 400.000
Karíus og Baktus og Dimmalimm Íþróttafélagið Höfrungur 400.000
Vinnunafn – Vestfirskar konur Ágúst Guðmundur Atlason 400.000
Wildwest Kelp Nesskel ehf 400.000
Viðburðir og miðlun norðan Djúps Sögumiðlun ehf 400.000
Vestfjarðamolar (Markaðs.- og vöruþróun) Eva Dögg Þorsteinsdóttir 400.000
Jóhannesarpassían Maksymilian Haraldur Frach 400.000
Strandir í verki Leikfélag Hólmavíkur 200.000
48 stunda gamanmyndakeppni Eyþór Jóvinsson 200.000
Lokahátíð Þjóðleiks á Vestfjörðum Leikfélag Hólmavíkur 200.000
Fagurfræði hversdagsins Fjölmóður – Fróðskaparfélag á Ströndum 200.000
Sögusýning í Rafstöðinni Helgi Hjálmtýsson 200.000
The Factory Hótel Djúpavík ehf 200.000
Víkingaviðburðir og námskeið Marsibil G Kristjánsdóttir 200.000
3-D kort í margmiðlunarborð Valdimar Smári Gunnarsson 200.000
Tálknaféð – Viðburðir 2019 Minjasafn Egils Ólafssonar 200.000
Tónleikaröð Tónlistarfélags Ísafjarðar Tónlistarfélag Ísafjarðar 200.000
ArtsIceland alþjóðlegar gestavinnustofur Kol og salt ehf 200.000
Afþakkaðir styrkir 1.100.00
DEILA