Út er komið myndband við lagið „Þekkið þið Þorpið“ Lagið er á diskinum „Ó Ó Ó Súðavík“ sem Egill Heiðar Gíslason frá Grund í Súðavík söng inná og gaf út árið 2015. Texti lagsins er eftir Auði Hjaltadóttir frá Dvergasteini við Álftafjörð en Hilmar Sverrisson sá um útsetning lagsins og undirspil.
Myndbandið er unnið af Þorsteini Hauki Þorsteinssyni „STUDIO BAK LÁTUR SUDAVIK ICELAND“ í Súðavík.
Það hefur verið mitt leiðarljós í gegnum lífið að halda til haga uppruna mínum og kynna með stolti mínar æskustöðvar Súðavík. Mér fannst vel við hæfi nota þetta tímamóta ár í lífi mínu til þess að halda hugsjón minni á lofti með þessu framlagi til kynningar á Súðavík, segir Egill Heiðar.
Slóðin á Youtube er:
https://youtu.be/eWSKQABRsMo
https://youtu.be/eWSKQABRsMo