Piparostafylltar grísalundir

Gísli Snær á Patreksfirði var ekki lengi að vippa þessari girnilegu uppskrift fram úr erminni en hann á uppskrift vikunnar:

Piparostafylltar grísalundir

Hráefni
Grísalundir
Piparostur (hringlóttur)
Salt
Pipar
Hamborgara krydd
Sveppir
Rjómi
Tómat púrra
Nautakraftur (teningar)
Soja sósa
Olía
Sósuþykknir
Kartöflur
Soðið grænmeti

Aðferð

Grísalundir skornar í miðjuna og ostur settur inní og bundnar síðan saman. Olía, salt,pipar og hamborgarakrydd sett á pönnu og lundirnar steiktar uppúr því.
Settar svo inní ofn í 1 klst á 180°C

Sósan
Sveppir (magn eftir smekk) steiktir uppúr olíu, 1/2 l rjómi
2-3 msk tómatpúrru
2-3 nautakraft teninga, 1-2 msk soja sósa og sósuþykknir eftir smekk,

Meðlæti
Brúnaðar kartöflur og soðið grænmeti

Ég skora á meistarakokkinn Almar Elí Arason á Patreksfirði að koma með næstu uppskrift.

Gísli Snær Smárason