Kirkjur Íslands er grundvallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi þar sem horft er á þær frá sjónarhóli byggingarlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu. Í máli og myndum er fjallað um kirkjurnar sjálfar ásamt kirkjugripum og minningarmörkum. Ritin í þessum glæsilega bókaflokki opna sýn inn í menningarsögu okkar Íslendinga þar sem kirkjan er ekki aðeins musteri trúar og tilbeiðslu heldur einnig sýnileg táknmynd þess besta í byggingar- og listasögu þjóðarinnar á hverjum tíma.
Í ár koma út þrjú bindi og jafnframt þau síðustu í ritröðinni; um Skálholtsdómkirkju, Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og lokabindið geymir yfirlitsgreinar og skrár sem taka til ritverksins í heild.
Útgefendur eru Þjóðminjasafn Íslands, Minjastofnun Íslands og Biskupsstofa, auk Hins íslenska bókmenntafélags sem sér um dreifingu.
Ritstjórar: Þorsteinn Gunnarsson og Jón Torfason
Höfundar: Ýmsir