Stefán Pétur ráðinn yfirhafnarvörður

Stefán Pétur Viðarsson hefur verið ráðinn yfirhafnarvörður Bolungarvíkurhafnar. Það er eflaust krefjandi og viðamikið starf sem bíður hans en Bolungarvíkurkaupstaður auglýsti starfið laust í byrjun sumars. Stefán Pétur hefur löngum dvalið í burtu á sjó því hann var áður háseti og vinnsluformaður á frystitogaranum Ocean Tiger. Hann hefur þó einnig unnið við afleysingar á höfninni. Stefán Pétur er í sambúð með Ólínu Öddu Sigurðardóttur og Bolungarvíkurkaupstaður býður Stefán Pétur velkominn til starfa.

Sæbjörg

bb@bb.is