Breiðadalsgöng allajafna opin nema á fimmtudagskvöld

Vegna malbikunar verður Önundarfjarðarleggur jarðganganna um Breiðadals- og Botnsheiði, lokaður frá kl. 22:00 fimmtudaginn 26. júlí til kl. 07:00 föstudaginn 27. júlí. Súgandafjarðarleggur verður opinn. Aðrar nætur eru göngin opin.

Guðmundur Björgvinsson, yfirvaktstjóri hjá Vegagerðinni á Ísafirði segir að vinnunni muni ljúka fyrir klukkan 7:00 á föstudagsmorgun. „Það er áætlað að þetta taki sex til átta tíma. Við verðum örugglega búin með þetta fyrir klukkan sjö. Þetta er eina lokunin í bili núna. Og það verður opið milli Ísafjarðar og Suðureyrar á meðan á þessu stendur.“ segir Guðmundur.

Hann segir einnig að búið sé að vinna talsvert að undanförnu í göngunum og verði sú vinna kláruð í haust. „Það er búið að vinna að vatnsvörnum, það er, að klæða þennan kafla sem verið er að fara að malbika. Það er búið að klæða eitthvað um 1,2 kílómetra og verður þvi áfram haldið í haust. Það er verið að reyna að klæða af þessa blautustu kafla í göngunum. Það verður auglýst betur þegar nær dregur. Svo síðastliðinn mánudag var verið að fræsa það sem á að malbika núna á fimmtudaginn.“ segir Guðmundur að lokum.

Aron Ingi

aron@bb.is

DEILA