Ný raðhús til sölu á Ísafirði

Það er ekki á hverjum degi sem nýbyggingar eru boðnar til sölu á norðanverðum Vestfjörðum. Slíkt er þó tilfellið nú, þar sem fasteignasalan Landmark hefur auglýst raðhús við Tungubraut á Ísafirði. Húsið eru tæpir 130 fermetrar og með bílskúr, nánast tilbúið til innréttinga þegar kaupandinn finnst, auk þess sem lóðin verður tyrfð og bílaplanið steypt. Að íbúðin sé nánast tilbúin til innréttinga felst í því að það á aðeins eftir að mála og setja gólfefni og innréttingar. Vatnsinntökin eru tilbúin og raflagnir tilbúnar. Nú er bara að bíða eftir að fjölgi enn meira í Ísafjarðarbæ svo fleiri hús verði byggð.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com