Vatnsleysi í Ísafjarðarbæ á sunnudag

Ísafjörður. Mynd: Mats Wibe Lund.

Í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ kemur fram að taka þurfi allt vatn af allri Eyrinni á Ísafirði kl. 10 á sunnudaginn næsta, 27. maí.

„Aðgerðin er umfangsmikil og verður vatnsleysið langvarandi, í 8 til 12 klukkustundir. Það er óhjákvæmilegt að ráðast í þessa aðgerð og því miður þarf að sæta sjávarföllum svo ekki er hægt að vinna verkið að nóttu til.

Engin áhrif verða á sjúkrahúsinu, hjúkrunarheimilinu Eyri og í Túngötu, en vatnslaust verður alls staðar þar fyrir neðan (Eyrargata, Hafnarstræti, Fjarðarstræti og niður úr).

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta óhjákvæmilega veldur. Sent verður SMS til áminningar á íbúa sem skráðir eru á 1819.is með heimili á Eyrinni.“

Margrét Lilja

milla@bb.is

DEILA