Lionsklúbbur Patreksfjarðar lagði land undir fót

Lionsklúbbur Patreksfjarðar lagði land undir fót í apríl og ferðaðist til þriggja landa. Ferðahópurinn var stór, en 40 manns fóru í ferðina, 20 lionsmenn og makar. Hópurinn flaug til Búdapest, þar sem þau dvöldu í tvo daga, en þaðan var ferðinni svo heitið til Bradislava. Að lokum sigldi hópurinn á Dóná til Vínar.

Að sögn Ara Hafliðasonar, félaga í Lionsklúbbi Patreksfjarðar, var hópurinn afskaplega heppinn með veður, en fyrstu sumardagarnir létu á sér kræla á meðan hópurinn var úti og hitinn fór upp í 28 stig. „Á þessum slóðum er sagan við hvert fótmál og margt áhugavert að skoða. Margar kirkjur, kastalar, sem og vínkynning, en á þessum slóðum er talsvert ræktað af vínþrúgum. Gunnþórunn Bender hjá Westfjords Adventures á Patreksfirði, skipulagði ferðina, sem tókst í alla staði frábærlega.“

Margrét Lilja

milla@bb.is

 

 

DEILA