Eldri borgarar boða til fundar með frambjóðendum

Mynd úr safni.

Félag eldri borgara á Ísafirði og nágrenni boða til opins fundar með fulltrúum frá öllum framboðum til sveitarstjórnar í Ísafjarðarbæ. Fundurinn verður haldinn í dag, miðvikudaginn 16. maí kl. 16:00. Staðsetning fundarins er í kjallaranum á Nausti á Hlíf. Það sem eldri borgarar vilja að fulltrúar framboðanna svari er hver sé sýn þeirra á málefni eldri borgara og hver staða eldri borgara sé á Ísafirði. Fundurinn er öllum opinn eins og áður segir og heldri borgarar vonast eftir að sjá sem flesta.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA