Unglingameistaramót á skíðum sett föstudaginn 23. mars

Skíðasvæðið í Tungudal.

Unglingameistaramót Íslands á skíðum verður á Ísafirði 23. -26. mars næstkomandi. Keppt verður frá laugardegi til mánudags. Snjóalög eru með eindæmum góð og vonir standa til að allir bakkar og brautir verði opnir. Gert er ráð fyrir að keppt verði í Gilsbakka.

-Gunnar

DEILA