Appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum

Það er ekki kræsilegt spákort fyrir nóttina.

Veðurstofan hefur sent frá sér appelsínugula viðvörun vegna óveðurs sem skellur á í kvöld og stendur til morguns. Appelsínugul viðvörun er næst hæsta viðvörunarstig veðurstofunnar. Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að það gangi í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu í kvöld. Hlýnar er líður á nóttina, og breytist ofankoman í slyddu. Hviður á fjallvegum fara yfir 40 m/s, t.d. á Steingrímsfjarðarheiði. Erfið ferðaskilyrði í litlu skyggni, hálku og hvössum vind og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Samgöngutruflanir eru mjög líklegar í þessu veðri, og einnig er fólki ráðlagt að festa lausa muni sem geta fokið.

DEILA