Spáir kröftugum hagvexti í ár

Hagstofan spáir miklum íbúðafjárfestingum.

Útlit er fyr­ir kröft­ug­an hag­vöxt í ár en að það hægi á gangi hag­kerf­is­ins þegar líður til árs­ins 2023. Þetta kem­ur fram í þjóðhags­spá Hag­stofa Íslands sem gef­in var út í dag. Spá­in nær yfir árin 2017 til 2023.

Gert er ráð fyr­ir að á ár­inu 2017 auk­ist lands­fram­leiðslan um 4,9%, einka­neysla um 7,8% og fjár­fest­ing um 8,8%. Árið 2018 er reiknað með að hag­vöxt­ur verði 3,1%, einka­neysla auk­ist um 5,3% og fjár­fest­ing um 3,1%. Talið er að sam­neysla auk­ist um 2,2% árið 2017 og 1,3% árið 2018. Árin 2019–2023 er gert ráð fyr­ir að vöxt­ur lands­fram­leiðslu verði í kring­um 2,6%, einka­neyslu­vöxt­ur minnki úr 3,6% árið 2019 í 2,5% árið 2023, fjár­fest­ing auk­ist um 2,1–3,9% og sam­neysla ná­lægt 1,8% á ári.

Fjár­fest­ing eykst hæg­ar á næst­unni en und­an­far­in ár. Spáð er mikl­um vexti íbúða­fjár­fest­ing­ar og op­in­berr­ar fjár­fest­ing­ar en sam­drátt­ur verður meðal ann­ars í stóriðju­tengdri fjár­fest­ingu árið 2018 og síðar. Viðskipta­jöfnuður verður áfram já­kvæður en versn­ar held­ur þegar líður á spá­tím­ann. Gengi krón­unn­ar styrkt­ist fram­an af ári en gaf eft­ir þegar á leið. Tólf mánaða verðbólga er enn lág en bú­ist er við að hún auk­ist nokkuð þegar áhrifa geng­is­styrk­ing­ar hætt­ir að gæta. Íbúðaverð hef­ur hækkað skarpt frá miðju ári 2016 en bú­ist er við að aukið fram­boð fast­eigna á næstu árum dragi úr spennu á íbúðamarkaði.

DEILA