Óbreytt útsvar

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu Gísla Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra um að útsvarsprósenta í fjárhagsáætlun næsta árs verði óbreytt, eða 14,52 prósent. Samkvæmt tekjustofnalögum getur útsvarsprósentan hæst verið 14,52 prósent en lægst 12,44 prósent. Á yfirstandandi ári innheimta öll sveitarfélög á Vestfjörðum hæsta leyfilega útsvar með einni undantekningu sem er Súðavíkurhreppur þar sem útsvarið er 14,48 prósent.

Í þremur sveitarfélögum er innheimt lágmarksútsvar; í Skorradalshreppi, í Ásahreppi og í Grímsnes- og Grafsneshreppi.

smari@bb.is

DEILA