Það eru rólegheit í veðurkortum helgarinnar og útlit fyrir ágætis haustveður og upplagt að njóta útivistar um helgina. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar með helgarspánni.
Í dag er suðlæg átt í kortunum og einhver væta nokkuð víða. Vindurinn og úrkoman minnkar þegar líður á daginn og í kvöld verður búið að stytta upp og komið hæglætisveður um allt land. Vegir verða margir blautir eftir daginn og í kvöld og nótt verður semsagt hægur vindur, það rofar til og kólnar. Vegfarendur ættu þá að vera á varðbergi gagnvart hálku.
smari@bb.is