Valinn í U-18 landsliðið

Daniel Wale Adeleye Mynd: Facebook

Daniel Wale Adeley, leikmaður handknattleiksdeildar Harðar á Ísafirði, var í síðustu viku valinn U-18 landsliðshópinn. Alls voru 55 leikmenn valdir til að mæta á landsliðsæfingar áður en Heimir Ríkharðsson landsliðsþjálfari velur endanlegan lokahóp. Æfingarnar fara fram um næstu helgi. Landsliðið tekur þátt í U-18 Sparkassen Cup í Þýskalandi í byrjun janúar.

Það er ekki á hverjum degi sem ísfirskir handknattleiksmenn eru valdir í landslið, en stígandi hefur verið í starfi Harðar síðustu ár.

smari@bb.is

DEILA