Teistan friðuð

Um­hverf­is- og auðlindaráðherra hef­ur með reglu­gerð friðað teistu fyr­ir skot­veiðum. Ákvörðun um friðun er tek­in á grund­velli um­sagna frá Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands og Um­hverf­is­stofn­un.

Teista er grunn­sævis­fugl sem telst til svart­fugla og verp­ir í kletta­gjót­um, urðum og sprung­um. Erfitt er að meta stærð stofns­ins en gróf­lega hef­ur verið áætlað að ís­lenski stofn­inn sé um 10.000-20.000 pör. Vökt­un bend­ir sterk­lega til tals­verðrar fækk­un­ar teistu í all­mörg síðustu ár.

Í maí barst ráðherra áskor­un frá Fugla­vernd­ar­fé­lagi Íslands, Skot­vís og Vist­fræðifé­lagi Íslands um að friða teistu fyr­ir skot­veiðum vegna lít­ill­ar stofn­stærðar henn­ar hér­lend­is sem fer minnk­andi. Bent er á að teg­und­in hafi í raun verið auka­afli svart­fugla­veiðimanna og því hafi ekki verið sér­stak­lega sóst eft­ir henni.

Friðunin tek­ur gildi í dag, 1. september, sem er fyrsti dagur svartfuglaveiða.

DEILA