Flugslysæfing verður haldin á Ísafjarðarflugvelli þann 7. október. Æfingin verður á almannavarnarstigi sem felur í sér að allir viðbragðsaðilar sem tengjast almannavarnar viðbragði á svæðinu eru boðaðir til æfingarinnar.
Flugslysaæfingar eru haldnar á 4 ára fresti á öllum áætlunarflugvöllum landsins.
Um 150 manns komu að síðustu æfingu á Ísafjarðarflugvelli sem haldin var 2013.
Í tilkynningu frá Isavia kemur fram að bæjarbúar eigi ekki láta sér bregða þótt þeir sjái reyk og blikkandi blá ljós á Ísafjarðarflugvelli um miðjan dag þann 7.október.
Þessar lögbundnu æfingar hafa einn megintilgang og hann er að auka öryggi flugfarþega á Íslandi.
smari@bb.is