Stefnt er að því að fækka sauðfé um allt að 20% hér á landi til lengri tíma í því skyni að draga úr framleiðslu á lambakjöti. Þetta kemur fram í hugmyndum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til þess að leysa vanda sauðfjárbænda, en þær voru kynntar atvinnuveganefnd Alþingis í dag. Ráðherra sagði samtali við fréttastofu RÚV að leysa þurfi vanda sauðfjárbænda með langtímaaðgerðum til að koma í veg fyrir að þetta verði endurtekið efni. Það verði meðal annars gert með uppkaupum ríkisins á ærgildum til þess að fækka fé og draga úr framleiðslu.
Sauðfjárbændur sjá fram á verulegan tekjumissi í haust eftir að afurðastöðvar boðuðu þriðjungs lækkun á afurðaverði sem kemur ofan í 10 prósenta lækkun í fyrra.
Landssamtök sauðfjárbænda meta samanlagðan tekjumissi bænda í ár og í fyrra upp á 2,4 milljarða kr.